Hvenær ætlar lögreglan að læra?

Því minna sem andstæðingurinn veit um lögregluna, þeim mun öruggari er hún. Ég skil aldrei í þessari kjaftagleði lögreglunnar að segja frá öllu Þetta leyfist hvergi annars staðar. Það er frumskylda í svona starfsemi að þegja - og það ætti lögreglan að læra.

Lögreglan má líka hætta að tala um "átökin" sem hún dundar stundum við, því ég man eftir því fyrir síðustu verslunarmannahelgi að þeir ætluðu að vera með átak á ástandi tjaldvagna og fellihýsa þrjá síðustu dagana fyrir verslunarmannahelgi - en þetta auglýstu þeim með nægum fyrirvara. Þar sem ég var mikið fyrir utan borgina þessa daga sá maðurað straumur hjólhýsaeigenda og fellihýsaeienda lá út úr bænum helgina fyrir og tvo næstu daga á eftir.

Er þetta kannski gert til að lögreglan þurfi sem minnst að gera?


mbl.is Ný tækni við handtökur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er nú ekki eins og þetta sé eitthvað hernaðarleyndarmál. Ekkert að því að sýna og segja frá þessu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.1.2010 kl. 14:52

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Ég held ekki að svona sýning hafi forvarnargildi, nema síður sé. Fremur áhættu fyrir lögreglumennina sjálfa á vettvangi.

Kristinn Snævar Jónsson, 14.1.2010 kl. 15:04

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Sammála þér Kristinn. Ef brotaþoli veit hvaða brögðum er beitt, lærir hann einfaldlega varnarbrögðin sérstaklega - þannig gerist það á eyrinni - og hjá glæpalýðnum, sérstaklega þeim erlenda, sem núna fylla 70% af klefum Litla Hrauns.

Guðmundur Jónsson, 14.1.2010 kl. 15:11

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og haldið þið að þessi frétt hjálpi þeim við að komast undan lögreglunni?

Lögreglan lærir júdó. Er þá ekki straumur glæpamanna á júdóæfingar hjá Ármanni?

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.1.2010 kl. 16:37

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Gunnar, þegar lögreglan fór að nota radarbyssur fengu menn sér radarvara. Þegar verslanir settu segulvörn á vörur, mættu þjófarnir með segurafmagnara til að fjarlægja vörnina. Þegar þeir fóru að nota piparúða fengu búsáhaldamenn sér grímur. Þegar sett var vörn á geisladiska, var afvarnarforrit búið til í tölvurnar. Glæpamenn ná oftast að vera skrefi á undan - þegar þeir vita hvert næsta skref er. Hugsaðu bara rökrétt - það er enginn að tala um júdó, þeir vopnast bara í staðinn þegar þeir hafa ekki betra svar.

Guðmundur Jónsson, 14.1.2010 kl. 20:00

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Glæpamenn skrefinu á undan?

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.1.2010 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband