... en samt leyfir samgönguráðherra olíubílum að aka þar í gegn þótt engin leið sé að bjarga fólki út úr göngunum

Við höfum lengi vitað að Hvalfjarðargöng, sem og Vestfjarðargöng, standast engan vegin kröfur og hvað þá getu slökkviliðs- og björgunarmanna til að bjarga fólki úr göngunum ef eldur brýst út í stóru ökutæki og hvað þá ef olíubíll lendir í stóru óhappi. Það eina sem ríkisstjórn, slökkvilið og björgunarsveitir geta gert - er að senda ættingjum þeirra sem þá verða svo óheppnir að vera í göngunum, samúðarskeyti - annað geta þeir ekki gert.

Slökkvilið mun aldrei geta komist nær eldi en 2-3 km. að eldi ef hann verður og þá aðeins nokkrum tímum eftir að eldur kemur upp og til að slökkva í leyfunum og plokka upp líkin.

Samgöngumálaráðherra mun ekki breyta lögunum nema hann fái mynd tekna af sér í fjölmiðlum - hann vinnur þannig. Hver ber ábyrgð? - Við vitum að ríkiðtekur aldrei ábyrgð á neinu og fyrirtækið Spölur mun bara segja "'ÚPPS!" ef slíkt slys hendir. 

Stöðvið strax akstur olíuflutningabíla um göngin, notið tankana í Hvalfirði fyrir olíu- og bensíngeymslu fyrir olíu á Vesturlandi - siglið með olíu og bensín í aðra landshluta!


mbl.is Hvalfjarðargöng fá falleinkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband